Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 09. október 2021 22:00
Victor Pálsson
Ranieri ætlar að spila skemmtilegan bolta
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri, nýr stjóri Watford, ætlar að spila skemmtilegan fótbolta með sitt nýja félag efitr að hafa tekið við af Xisco Munoz á dögunum.

Ranieri mætti í sitt fyrsta viðtal eftir ráðninguna í gær en hann tekur við Watford sem situr í 15. sæti deildarinnar.

Ranieri þekkir vel til Englands en hann vann deildina með Leicester City og hafði þá áður þjálfað Chelsea.

„Watford er mjög gott félag fyrir mig. Ég vildi koma aftur til Englands og ég er mjög ánægður og vil gera mitt besta,” sagði Ranieri.

„Ég held að allir á Englandi þekki mig eftir tímann hjá Chelsea og Leicester. Ég vil stýra liði sem reynir að skora mörk.”

„Við erum með mjög góða og hraða leikmenn fram á við. Ég vil loka þessum litlu svæðum og hjálpa varnarlínunni.”

Fyrsti leikur Ranieri eftir landsleikjahlé verður gegn stórliði Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner