Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. október 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rosalegur leikur í Manchester
María Þórisdóttir.
María Þórisdóttir.
Mynd: Getty Images
Það er landsleikjagluggi hjá karlalandsliðum, en það er engin pása í kvennadeildunum um þessa helgi, og það er rosalegur leikur á dagskrá á Englandi.

Í hádeginu í dag mætast Manchester United og Manchester City. Þessi lið vilja vera að berjast um þann stóra - Englandsmeistaratitilinn.

Man Utd er með níu stig eftir fjóra leiki á meðan Man City hefur farið mjög illa af stað og er með þrjú stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

Varnarmaðurinn María Þórisdóttir leikur með Man Utd. Hún á íslenskan föður en spilar með norska landsliðinu. Faðir hennar er handboltaþjálfarinn Þórir Hergeirsson, sem þjálfar norska kvennalandsliðið.

Man Utd hefur aldrei tekist að vinna Man City í ensku úrvalsdeildinni. Það er spurning hvort það breytist í dag. Leikurinn verður sýndur í beinni á Viaplay og hefst 12:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner