Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 09. október 2021 11:40
Aksentije Milisic
Totti: Real Madrid eina liðið sem ég hefði geta farið til
Mynd: Getty Images
Ítalska goðsögnin Francesco Totti neitaði AC Milan og Real Madrid á sínum tíma og ákvað að vera hjá AS Roma allan sinn feril.

Hann hefur nú sagt að Real Madrid væri eina félagið sem hann hefði mögulega geta spilað fyrir. Þessi ítalski snillingur vann deildina einu sinni með Roma, bikarinn tvisvar sinnum og Ofurbikarinn tvisvar sinnum.

„Þetta byrjaði á öðruvísi tímum. Öðruvísi fótbolti," sagði Totti.

„Fótbolti sem var búinn til af ást, ástríða fyrir stuðningsmönnunum. Spila fyrir liðið sem ég studdi, það gerði þessa ákvörðun auðveldari."

„25 ár hjá sama liðinu er ekki lítill hlutur, verandi fyrirliðið og einn mikilvægasti leikmaður liðsins. Það er erfitt að bera þetta saman við tímann í dag," sagði Totti.

„Í dag eru þetta bara viðskipti. Þú getur farið þar sem þú færð meiri pening. Það er skiljanlegt, ekki satt? Ég tók allar ákvarðanir á mínum ferli."

Árið 2006 reyndi spænska stórveldið Real Madrid að kaupa Totti frá Roma.

„Já, ég hugsaði um það. Ég tók ákvörðunina með hjartanu og ákvað að vera áfram hjá Roma. Real Madrid er samt eina liðið sem ég hefði geta farið til."
Athugasemdir
banner
banner