Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. október 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni HM í dag - Ætti að vera einfalt fyrir England
England á auðvelt verkefni fyrir höndum.
England á auðvelt verkefni fyrir höndum.
Mynd: EPA
Undankeppnin fyrir HM 2022 í Katar heldur áfram að rúlla í dag, laugardag. Það eru alls 14 leikir á dagskrá.

Það er nú enginn stórleikur í dag. Það sem er líklega áhugaverðast er leikur Andorra og Englands. Það kom í gær upp bruni við aðstöðu sjónvarpsfólks við þjóðarleikvang Andorra þar sem leikurinn í dag fer fram.

Eldurinn braust út rétt við varamannaskýlin á vellinum en undirlag hans er gervigras. Slökkviliðið var fljótt á vettvang og slökkti eldinn. Bruninn kemur ekki til með að hafa áhrif á leikinn í dag.

England er taplaust og verður einnig taplaust í lok dags. Það er hægt að fullyrða það.

Hægt er að sjá alla leiki dagsins hér að neðan.

laugardagur 9. október

WORLD CUP: Europe, Qualification, Group A
16:00 Azerbaijan - Írland
18:45 Luxembourg - Serbía

WORLD CUP: Europe, Qualification, Group B
16:00 Georgia - Grikkland
16:00 Svíþjóð - Kósóvó

WORLD CUP: Europe, Qualification, Group C
13:00 Litháen - Bulgaria
18:45 Sviss - Norður Írland

WORLD CUP: Europe, Qualification, Group D
13:00 Kasakstan - Bosnia Herzegovina
16:00 Finnland - Úkraína

WORLD CUP: Europe, Qualification, Group F
16:00 Skotland - Israel
18:45 Færeyjar - Austurríki
18:45 Moldova - Danmörk

WORLD CUP: Europe, Qualification, Group I
18:45 Andorra - England
18:45 Ungverjaland - Albanía
18:45 Pólland - San Marino
Athugasemdir
banner
banner