Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 09. nóvember 2017 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
EM U21: Strákarnir réðu ekki við Spán
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spánn U21 1 - 0 Ísland U21
1-0 Fabian Ruiz ('36)

Fabian Ruiz gerða eina mark leiksins er U21 landslið Spánverja lagði það íslenska.

Ruiz gerði eina mark leiksins í fyrri hálfleik og voru Spánverjar með yfirhöndina frá upphafi til enda.

Óttar Magnús Karlsson kom inn af bekknum um miðjan síðari hálfleik og fékk besta færi Íslendinga undir lok leiksins þegar hann skallaði framhjá úr dauðafæri.

Spánn er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir, en Íslendingar eru með fjögur stig eftir fjóra leiki.

Næsti leikur Íslands er á útivelli gegn Eistlandi, sem er á botni riðilsins með eitt stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner