Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. nóvember 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Hazard: Yrði draumur að spila undir stjórn Zidane
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard, leikmaður Chelsea, segir að það yrði draumur að spila undir stjórn Zinedine Zidane þjálfara Real Madrid.

Hazard hefur ítrekað verið orðaður við Real Madrid í gegnum tíðina en Zidane var átrúnaðargoð hans á yngri árum.

„Allir vita hversu mikla virðingu ég ber fyrir Zidane sem leikmanni og líka sem þjálfara. Hann var átrúnaðargoð mitt," sagði Hazard.

„Ég veit ekki hvað gerist á ferli mínum í framtíðinni en það væri draumur að spila undir stjórn Zidane. Ég er að njóta lífsins hjá Chelsea. Ég á ennþá eftir að afreka margt þar. Ég er að einbeita mér að því að spila með Chelsea," bætti Hazard við en hann er einnig spenntur fyrir að leika aftur undir stjórn Jose Mourinho í framtíðinni.

„Auðvitað. Ég myndi gjarnan vilja mæta honum. Ef við vinnum aftur saman í framtíðinni þá yrði það ánægjulegt."
Athugasemdir
banner
banner