Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 09. nóvember 2017 11:12
Elvar Geir Magnússon
Katar
Heimir: Hægt að hrista hópinn saman á annan hátt en á fótboltavellinum
Icelandair
Heimir í leiknum gegn Tékklandi.
Heimir í leiknum gegn Tékklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið æfði í sólinni í Katar í morgun, daginn eftir tapið í vináttulandsleiknum gegn Tékklandi.

Fótbolti.net spjallaði við landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson á æfingunni og spurði hvort hann hafi verið sáttur með spilamennskuna í leiknum.

„Já og nei. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur á margan hátt. Við erum að spila mikið á þeim sem höfðu minna spilað áður. Það var enginn tími til undirbúnings, bara ein æfing. Það hefur áhrif þegar þú ert með lið sem byggir á góðri liðssamvinnu og liðsheild. Þegar þú breytir miklu sést það mikið á svoleiðis liði," segir Heimir.

„Við bjuggumst ekki við leiftrandi leik. Tékkar voru með sterkt lið. Leikurinn var erfiður. Það voru líka góðir punktar. Við fengum betri færi en Tékkar, við vorum ekki eins góðir í að klára þau. Ég ætlast til þess að við eigum betri frammistöðu sem lið á móti Katar,"

„Næstu þrjá daga verður æfing eða fundur. Ekki hvoru tveggja. Eftir hádegi í dag hafa menn tíma til að slaka á. Ég held að meirihlutinn af hópnum ætli í golf. Það er hægt að hrista menn saman á annan hátt en á fótboltavellinum eða á fundum. Svo hafa menn verið að spila þetta fræga spil í lobbýinu og þar er mikið hlegið. Menn geta nýtt tímann og slakað á. Þeir sem hafa verið að bera uppi spiltímann okkar eiga að nýta þennan tíma til að hlaða batteríin og nota sjúkraþjálfarana, koma svo ferskir til sinna félaga."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner