Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 09. nóvember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Haukar.is 
Hildigunnur skrifar undir hjá Haukum
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Penninn er á lofti á Ásvöllum þessa daganna. Hildigunnur Ólafsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Hauka.

Samningurinn gildir til 31. desember 2019.

Hildigunnur er 24 ára gömul og á að baki 83 leiki með meistaraflokki kvenna hjá Haukum og hefur hún skorað 29 mörk í þeim. Hún lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2012 og er ein sú reynslumesta í frekar ungu Haukaliði.

„Hildigunnur hefur verið meðal markahæstu leikmanna Hauka undanfarin ár og það eru mikil gleðitíðindi að hún skuli framlengja samning sinn við félagið. Hildigunnur er öflugur sóknarmaður og mikilvægur hlekkur í sóknarleik okkar. Hún veit nákvæmlega hvar netmöskvar andstæðingana eru, ásamt því að hafa góðan leikskilning. Auk þess er Hildigunnur mikilvægur hluti af hópnum og góð fyrirmynd,“ segir Jakob Leó Bjarnason, þjálfari Hauka.
Athugasemdir
banner
banner
banner