fim 09. nóvember 2017 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Doha
Íslendingarnir í stúkunni í Katar
Icelandair
Þeir voru hressir rafeindavirkjarnir Jón og Sigurður í stúkunni í Doha.
Þeir voru hressir rafeindavirkjarnir Jón og Sigurður í stúkunni í Doha.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætti Tékklandi í vináttulandsleik í Katar í gærkvöldi en niðurstaðan varð 1-2 tap.

Aðeins um 60 áhorfendur mættu á 10 þúsund manna leikvanginn í Doha þar sem leikurinn fór fram.

Þar af voru þrír Íslendingar sem við rákumst á og sá fjórði var Dani í landsliðstreyju Íslands.

Sigurður A. Magnússon og Jón Jóhannesson eru rafeindavirkjar í Kuwait og þeir flugu hingað til Katar til að sjá leikinn enda um stutta vegalengd að ræða.

Jón er einmitt bróðir Ólafs Jóhannessonar fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands.

Sá þriðji var svo Jónas Grani Garðarsson fyrrverandi leikmaður FH en hann starfar sem sjúkraþjálfari hér í landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner