fim 09. nóvember 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Lampard gæti tekið við sem tæknilegur ráðgjafi Chelsea
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, fyrrum miðjumaður Chelsea, gæti tekið starfi sem tæknilegur ráðgjafi hjá félaginu.

Michael Emenalo hætti sem tæknilegur ráðgjafi í vikunni eftir tíu ára dvöl hjá Chelsea.

Lampard lagði skóna á hilluna fyrr á árinu en hann hefur verið að afla sér þjálfararéttinda undanfarna mánuði. Hann er opinn fyrir því að starfa hjá Chelsea í framtíðinni.

„Ég starfaði með Michael í sjö eða átta ár og hann var í starfi á mesta velgengnitíma í sögu Chelsea svo ég tel að hann verðskuldi hrós fyrir það," sagði Lampard.

„Hvað mig sjálfan varðar þá veit ég ekki. Ég er Chelsea maður. Ég myndi gjarnan vilja starfa hjá félaginu á einhvern hátt í lengri tíma. Við sjáum til."
Athugasemdir
banner
banner