fim 09. nóvember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lewandowski veitir Aubameyang ráð
Voru eitt sinn liðsfélagar.
Voru eitt sinn liðsfélagar.
Mynd: Getty Images
Markamaskínurnar Robert Lewandowski og Pierre-Emerick Aubameyang munu líklega berjast um markakóngstitilinn í Þýskalandi enn eitt tímabilið. Báðir eru þeir magnaðir framherjar.

Lewandowski og Aubameyang voru eitt sinn liðsfélagar hjá Dortmund áður en sá fyrrnefndi ákvað að skipta yfir til Bayern München, en það vakti skiljanlega upp mikla reiði hjá stuðningsmönnum Dortmund.

Lewandowski er í augnablikinu búinn að skora einu marki meira en Aubameyang þegar þessi frétt er skrifuð.

Gabonmaðurinn hefur ekki skorað í fimm leikjum og er að ganga í gegnum erfiða tíma fyrir framan markið.

Í staðinn fyrir að skjóta á Aubameyang eða eitthvað álíka hefur Lewandowski ákveðið að styðja við bakið á honum enda voru þeir einu sinni liðsfélagar eins og áður segir.

„Það ganga allir framherjar í gegnum þetta. Það er mikilvægt fyrir
hann að hreinsa hugann og slaka á, þá mun hann finna netmöskvana aftur,"
sagði Lewandowski um Aubameyang.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner