Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 09. nóvember 2017 19:16
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Mandzukic byrjar á bekknum
Mandzukic byrjar á bekknum gegn Grikkjum.
Mandzukic byrjar á bekknum gegn Grikkjum.
Mynd: Getty Images
Tveir fyrstu umspilsleikir Evrópuþjóða fyrir HM 2018 í Rússlandi fara fram í kvöld.

Króatía, sem Ísland sendi í umspilið, mætir Grikklandi á meðan Norður-Írar taka á móti Svisslendingum.

Mario Mandzukic er á bekk Króata gegn Grikkjum en Luka Modric, Ivan Rakitic og Ivan Perisic eru allir á sínum stað í byrjunarliðinu. Nikola Kalinic er fremsti maður heimamanna.

Grikkir enduðu í öðru sæti síns riðils, tveimur stigum á undan Bosníu en nokkuð langt á undan óstöðvandi liði Belgíu.

Norður-Írar enduðu í öðru sæti eftir Þjóðverjum og Svisslendingar töpuðu úrslitaleik um fyrsta sætið gegn Portúgal.

Króatía: Subasic, Vrsaljko, Lovren, Vida, Strinic, Rakitic, Brozovic, Kramaric, Modric, Perisic, Kalinic

Grikkland: Karnezis, Maniatis, Papadopoulos, Sokratis, Tzavellas, Samaris, Tziolis, Stafylidis, Fortounis, Zeca, Mitroglou



Norður-Írland: McGovern, McLaughlin, McAuley, Evans, Brunt, Evans, Davis, Norwood, Magennis, Lafferty, Dallas

Sviss: Sommer, Lichtsteiner, Schar, Akanji, Rodriguez, Zakaria, Xhaka, Shaqiri, Dzemaili, Zuber, Seferovic
Athugasemdir
banner
banner
banner