fös 09. nóvember 2018 13:34
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópurinn: Arnór valinn - Sex meiddir
Fimm nýir inn frá síðasta verkefni
Icelandair
Arnór Sigurðsson er nýliði í hópnum.
Arnór Sigurðsson er nýliði í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Gunnþór snýr aftur í landsliðið eftir langt hlé.
Eggert Gunnþór snýr aftur í landsliðið eftir langt hlé.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren tilkynnti í dag 25 manna landsliðshóp sem mætir Belgíu í Þjóðadeildinni á fimmtudag sem og Katar í vináttuleik mánudaginn 19. nóvember.

Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, er nýliði í hópnum en hann var á skotskónum gegn Roma í Meistaradeildinni í vikunni.

Hjörtur Hermannsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Guðmundur Þórarinsson og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson koma einnig inn í hópinn frá því í síðasta verkefni. Eggert Gunnþór spilaði síðast landsleik árið 2012.

Ragnar Sigurðsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Emil Hallfreðsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Jón Daði Böðvarsson eru frá vegna meiðsla og þá gefur Viðar Örn Kjartansson ekki kost á sér.

„Það voru mikil meiðsli í fyrsta hópnum hjá okkur og því miður eru líka mikil meiðsli hjá okkur núna," sagði Hamren í dag en hér að neðan má sjá hópinn.

Markmenn
Hannes Þór Halldórsson (Qarabag)
Rúnar Alex Rúnarsson (Dijon)
Ögmundur Kristinsson (Larissa)

Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Kári Árnason (Gençlerbirliği)
Ari Freyr Skúlason (Lokeren)
Sverrir Ingi Ingason (Rostov)
Hörður Björgvin Magnússon (CSKA Moskva)
Jón Guðni Fjóluson (Krasnodar)
Hjörtur Hermannsson (Bröndby)
Guðmundur Þórarinsson (Norrköping)

Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson (Cardiff)
Birkir Bjarnason (Aston Villa)
Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley)
Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Rúrik Gíslason (Sandhausen)
Guðlaugur Victor Pálsson (Zurich)
Eggert Gunnþór Jónsson (SönderjyskE)
Arnór Sigurðsson (CSKA Moskva)
Samúel Kári Friðjónsson (Valerenga)

Sóknarmenn
Gylfi Þór Sigurðsson (Everton)
Alfreð Finnbogason (Augsburg)
Albert Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Kolbeinn Sigþórsson (Nantes)
Jón Dagur Þorsteinsson (Vendsyssel)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner