Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. nóvember 2018 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Emery: Meiðsli Welbeck mjög alvarleg
Danny Welbeck verður lengi frá
Danny Welbeck verður lengi frá
Mynd: Getty Images
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal á Englandi, telur að Danny Welbeck sé alvarlega meiddur eftir markalausa jafnteflið gegn Sporting í gær.

Welbeck var í byrjunarliði Arsenal í Evrópudeildinni í gær en hann fór meiddur af velli er hann lenti illa í teig Sporting. Hann virtist ökklabrotna við lendingu en hann fór í myndatöku í kvöld og kemur þá betur í ljós á næstu sólarhringum hve alvarlegt þetta er.

Emery mætti afar daufur á blaðamannafund eftir leikinn í gær og greindi frá því að um alvarleg meiðsli er að ræða.

„Meiðslin hjá Welbeck eru verstu fréttir kvöldsins. Við teljum þetta vera mjög alvarlegt," sagði Emery.

„Við munum styðja hann og ef ég á að vera hreinskilinn þá var hann að skila góðri vinnu í leiknum fram að þessu atviki. Þegar þú spilar fótbolta þá getur þetta gerst. Við viljum ekki að þetta gerist en ég meina þetta er vinnan okkar," sagði Emery í lokin.
Athugasemdir
banner
banner