Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. nóvember 2018 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
Íslendingar fengu lítinn spilatíma - Rúrik gerði jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Rúrik Gíslason lék í 90 mínútur á hægri kantinum hjá Sandhausen sem gerði markalaust jafntefli við Duisburg í þýsku B-deildinni í dag.

Liðin mættust í fallbaráttuslag og uppskáru mikilvægt stig. Liðin eru jöfn með 10 stig eftir 13 fyrstu umferðirnar.

Í hollenska boltanum kom Kristófer Ingi Kristinsson ekki við sögu er WIllem II lagði Zwolle í fimm marka leik á útivelli.

Fran Sol var hetja Willem í leiknum og skoraði tvennu. Bæði lið eru á svipuðu reiki í neðri hluta efstu deildarinnar.

Þá komu hvorki Björn Daníel Sverrisson né Hjörtur Hermannsson við er Bröndby lagði Århus að velli í Danmörku.

Hjörtur er á mála hjá Bröndby en Björn Daníel er samningsbundinn Árósum.

Þrjú stig skilja liðin að eftir leikinn, Bröndby er í fjórða sæti og Århus í níunda.

Sandhausen 0 - 0 Duisburg

Zwolle 2 - 3 Willem II

0-1 D. Dankerlui ('8)
0-2 F. Sol ('16)
1-2 V. van Crooij ('63)
1-3 F. Sol ('67)
2-3 Z. Flemming ('82)

Bröndby 2 - 0 Århus
1-0 D. Kaiser ('68)
2-0 K. Wilczek ('87, víti)
Rautt spjald: O. Whalley ('85, Århus)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner