fös 09. nóvember 2018 21:39
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Frosinone náði jafntefli gegn Fiorentina
Mynd: Getty Images
Frosinone 1 - 1 Fiorentina
0-1 Marco Benassi ('47)
1-1 Andrea Pinamonti ('89)

Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi nýliða Frosinone gegn Fiorentina í dag vegna meiðsla.

Frosinone var á heimavelli en gestirnir frá Flórens voru mun betri allan leikinn og óheppnir að komast ekki yfir áður en flautað var til hálfleiks.

Marco Benassi var þó ekki lengi að koma sínum mönnum yfir eftir leikhlé þegar hann skallaði sniðuga fyrirgjöf frá Federico Chiesa í netið.

Gestirnir héldu áfram að stjórna leiknum en tókst ekki að tvöfalda forystuna. Það kom í bakið á þeim undir lokin þegar Andrea Pinamonti jafnaði upp úr þurru fyrir heimamenn.

Pinamonti var með boltann um 25 metra frá markinu þegar hann ákvað að taka af skarið og þruma að marki. Úr varð sannkallað bylmingsskot sem var algjörlega óverjandi fyrir Alban Lafont í marki Fiorentina.

Þetta var sjöunda stig Frosinone á tímabilinu og er liðið aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti í ítölsku deildinni. Þetta var fjórða jafntefli Fiorentina í röð og er liðið í sjöunda sæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner