Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. nóvember 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Segja John W Henry reyna að selja Liverpool
Mynd: Getty Images
Bandarískir og enskir fjölmiðlar greina frá orðrómi sem segir John W. Henry, eiganda Liverpool, vera að reyna að selja félagið. Þetta sé hann að gera eins hljóðlátlega og hægt er til að trufla ekki dagleg störf innan félagsins.

New York Post er einn af miðlunum sem heldur þessu fram og segir þar að Henry vilji fá 2 milljarða dollara fyrir félagið. Hann keypti Liverpool fyrir tæplega 450 milljónir dollara árið 2010.

Í fyrra var greint frá því að Sheikh Khaled Bin Zayed Al Nahayan reyndi að kaupa félagið en án árangurs.

Arsenal er síðasta úrvalsdeildarfélagið til að vera selt, þegar Stan Kroenke tók yfir af Alisher Usmanov.

Fjármálasérfræðingar segja þetta vera skrýtinn tíma fyrir Henry til að reyna að selja félagið, því ef allt gengur að óskum mun virði Liverpool aukast gríðarlega á næstu árum.
Athugasemdir
banner
banner