Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 09. nóvember 2020 13:34
Magnús Már Einarsson
Leeds vill útskýringar á rangstöðureglunni
Patrick Bamford
Patrick Bamford
Mynd: Getty Images
Leeds hefur óskað eftir svörum frá ensku úrvalsdeildinni og dómaranefndinni á Englandi eftir að mark var dæmt af Patrick Bamford í leiknum gegn Crystal Palace á laugardaginn.

Bamford benti hvert hann vildi fá sendingu og handleggur hans var fyrir innan. Atvikið var skoðað í VAR og markið dæmt af.

Leeds eftir óskað eftir því að fá útskýringar á því af hverju markið var dæmt af og hvernig VAR skoðar rangstöðudóma.

Atvikið átti sér stað í stöðunni 1-0 fyrir Crystal Palace en Leeds tapaði leiknum á endanum 4-1.

Sjá einnig:
Bamford: Þetta er að eyðileggja fótboltann

Athugasemdir
banner
banner