Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. nóvember 2020 15:19
Elvar Geir Magnússon
Leikur Íslands gegn Englandi gæti farið fram á Grikklandi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjóðadeildarleikur Englands og Íslands sem á að fara fram á Wembley á miðvikudaginn í næstu viku gæti verið færður til Grikklands. Enska götublaðið The Sun greinir frá þessu.

Ísland á að leika gegn Danmörku í Kaupmannahöfn á sunnudag en þeir sem ferðast frá Danmörku til Englands þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins.

Enska knattspyrnusambandið er í viðræðum við ríkisstjórn Bretlands um að gefa íslenska liðinu undanþágu frá sóttkví.

UEFA er með varavelli í fjórum löndum; Grikklandi, Kýpur, Ungverjalandi og Póllandi ef ekki er hægt að spila leiki vegna ferðatakmarkana í ljósi heimsfaraldursins.

Af þeim löndum er það aðeins Grikkland þar sem engar ferðatakmarkanir eru frá bresku ríkisstjórninni.

Annar möguleiki gæti verið sú að leikur Íslands við Danmörku á sunnudag verði leikinn í Grikklandi og þaðan er íslenska liðinu svo heimilt að ferðast til London án takmarkana.

Samkvæmt Thu Sun má búast við að málin skýrist á næstu tveimur sólarhringum.
Athugasemdir
banner
banner