banner
   mán 09. nóvember 2020 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Stjarna Ungverja með gegn Íslandi - Öll próf reyndust neikvæð
Icelandair
Dominik Szoboszlai í leik með ungverska landsliðinu
Dominik Szoboszlai í leik með ungverska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Ungverski sóknartengiliðurinn Dominik Szoboszlai hefur fengið grænt ljós á að ferðast til Ungverjalands í leikinn gegn Íslandi eftir að hann fékk neikvætt á prófi við kórónaveirunni í dag.

Nokkrir liðsfélagar hans hjá austurríska liðinu RB Salzburg fengu jákvætt við skimun á kórónaveirunni í morgun og var Szboszlai því sendur í úrvinnslusóttkví.

Hann var sendur í aðra skimun við veirunni ásamt öðrum leikmönnum og kom í ljós nú í kvöld að hann er neikvæður ásamt öllum liðsfélögunum. Szboszslai fær því heimild til að fljúga til Ungverjalands og hefja undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi.

Szboszslai, sem er 20 ára gamall, er lykilmaður í ungverska liðinu en liðin eigast við í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu á næsta ári.


Sjá einnig:
Einn öflugasti leikmaður Ungverja í sóttkví - Fer í próf í dag
Athugasemdir
banner
banner
banner