Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. nóvember 2022 10:36
Elvar Geir Magnússon
Chelsea fundaði um Endrick - City líklegast til að fá Bellingham
Powerade
Ungstirnið Endrick.
Ungstirnið Endrick.
Mynd: Getty Images
Yannick Carrasco.
Yannick Carrasco.
Mynd: EPA
Zaha til Barcelona?
Zaha til Barcelona?
Mynd: Getty Images
Ben Brereton Diaz.
Ben Brereton Diaz.
Mynd: Getty Images
James, Endrick, Carrasco, Lloris, Shaw, Zaha, Mudryk, Jorginho, Isaksen og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman það helsta í slúðrinu.

Chelsea hefur haldið nokra fundi með umboðsmönnum brasilíska ungstirnisins Endrick (16) en fær samkeppni frá Real Madrid og Paris St-Germain um sóknarmanninn. (Evening Standard)



Taldar eru auknar líkur á því að næsta félag Jude Bellingham (19) verði Manchester City. Félagið hefur átt viðræður um leikmanninn og sambandið við Borussia Dortmund er sterkt. Fullyrt er að City sé líklegast til að vinna baráttuna um miðjumanninn eftirsótta. (Mail)

Newcastle fær tækifæri til að kaupa Yannick Carrasco (29) í janúar en Atletico Madrid er líklegt til að selja belgíska vængmanninn. Newcastle reyndi að fá hann í sumar. (Mundo Deportivo)

Tottenham horfir til þess að skipta út franska markverðinum og fyrirliðanum Hugo Lloris (35) næsta sumar. (TeamTalk)

Tottenham hefur áhuga á enska miðjumanninum Marcus Edwards (23) hjá Sporting Lissabon en hann kom í gegnum unglingastarf Spurs á sínum tíma. (Record)

Manchester United vill fá kamerúnska sóknarmanninn Eric Maxim Choupo-Moting (33) frá Bayern München í staðinn fyrir Cristiano Ronaldo (37) í janúarglugganum. (Sky Sports)

Breski milljarðamæringurinn Sir Jim Ratcliffe útilokar að kaupa Liverpool. Hann segist ekki lengur leitast eftir því að eignast enskt úrvalsdeildarfélag. (Telegraph)

Dubai International Capital hefur áhuga á að kaupa Liverpool eftir að hafa gert misheppnaða tilraun til þess 2007. (Arabian Business)

Barcelona skoðar það að semja við Wilfried Zaha (29) hjá Crystal Palace. (Sport)

Frank Lampard, stjóri Everton, hefur áhuga á Luke Shaw (27), bakverði Machester United. Shaw vonast eftir að fá nýjan samning á Old Trafford. (Football Transfers)

Úkraínski vængmaðurinn Mykhaylo Mudryk (21) hjá Shaktar Donetsk hefur átt jákvæðar viðræður um að fara til Arsenal í janúar. (Fabrizio Romano)

Juventus ætlar að keppa við Barcelona um ítalska miðjumanninn Jorginho (30) sem verður samningslaus hjá Chelsea næsta sumar. (Sport)

Njósnarar Manchester United hafa fylgst með Sílemanninum Ben Brereton Diaz (23) hjá Blackburn. Mörg úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á að fá sóknarmanninn í janúar. (90 Min)

Memphis Depay (28) mun fara fram á að fara frá Barcelona í janúar. Manchester United og Tottenham fylgjast með stöðu mála hjá hollenska landsliðsmanninum. (Mundo Deportivo)

Liverpool sendi njósnara til að fylgjast með danska vængmanninum Gustav Isaksen (21) hjá Midtjylland. Félagið gæti mögulega gert janúartilboð. (Ekstra Bladet)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að ein af stóru mistökunum í stjóratíð sinni hjá Borussia Dortmund hafi verið að kaupa ekki Son Heung-min. (Star)

Arsenal skoðar hvort rétt sé að lána brasilíska vængmanninn Marquinhos (19) í janúar. Hann hefur aðeins spilað einn úrvalsdeildarleik síðan hann kom í sumar. (Evening Standard)

Burnley vill fá skoska miðjumanninn Stuart McKinstry (20) frá Leeds. (Football Insider)

Leeds er meðal félaga sem vilja fá George Hall (19), enskan miðjumann Birmingham. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner