Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 09. nóvember 2022 23:59
Brynjar Ingi Erluson
Gummi Tóta spilaði í tapi - Andstæðingar Daníels gengu af velli
Gummi Tóta spilaði allan leikinn í Grikklandi
Gummi Tóta spilaði allan leikinn í Grikklandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Leó spilaði í pólska bikarnum og gekk þar mikið á
Daníel Leó spilaði í pólska bikarnum og gekk þar mikið á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður OFI Crete í Grikklandi, spilaði allan leikinn í 3-0 tapi liðsins gegn AEK frá Aþenu í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Selfyssingurinn hefur verið inn og út úr byrjunarliði Crete en hann spilaði í vinstri bakverðinum í kvöld.

Crete var að tapa sjöunda leik sínum á tímabilinu og situr nú í neðsta sæti deildarinnar með 7 stig.

Ögmundur Kristinsson sat allan tímann á varamannabekk Olympiakos sem vann Levadiakos, 1-0. Olympiakos er í 3. sæti með 24 stig, tíu stigum á eftir toppliði Panathinaikos.

Andstæðingar Daníels gengu af velli

Íslenski landsliðsmaðurinn Daníel Leó Grétarson var í byrjunarliði Slask Wroclaw í pólska bikarnum í kvöld er liðið mætti Sandecja.

Staðan var 2-2 eftir framlengingu og var þá Daníel farinn af velli en honum var skipt útaf þegar nokkrar mínútur voru eftir af framlengingunni.

Slask tók forystuna í framengingunni en Sandecja jafnaði þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir leiktímann. Því þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram sigurvegara en sú keppni kláraðist aldrei.

Maissa Fall var að taka þriðju spyrnu Sandecja og klúðraði henni en varð í kjölfarið fyrir kynþáttaníði af hálfu stuðningsmanna Slask. Leikmenn Sandecja sættu sig ekki við þessa hegðun og neituðu að halda áfram að spila og gengu af velli. Því kláraðist keppnin ekki en ekki er ljóst hvað gerist í framhaldinu.

Nökkvi Þeyr Þórisson og hans menn í Beerschot eru úr leik í belgíska bikarnum eftir 3-1 tap fyrir Cercle Brugge. Nökkvi kom inn þegar rúmur hálftími var eftir.

Kolbeinn Þórðarson var þá í byrjunarliði Lommel sem tapaði fyrir Waregem, 1-0, í bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner