Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. nóvember 2022 11:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir búinn að ræða við Matta - „Vongóður að hann verði áfram"
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Matthías Vilhjálmsson er samningslaus og er eftirsóttur, en FH vonast til þess að halda honum.

Nýráðinn þjálfari FH, Heimir Guðjónsson, er búinn að heyra í Matthíasi um að vera áfram í Fimleikafélaginu.

„Það er frábært að Bjössi og Eggert verði áfram. Þeir eru frábærir leikmenn. Matti Villa, ég talaði við hann í gærkvöldi. Ég er vongóður að hann verði áfram," sagði Heimir í samtali við Fótbolta.net í gær.

Björn Daníel Sverrisson og Eggert Gunnþór Jónsson eru búnir að endursemja, en Matthías er samningslaus.

„Við erum að tala saman og viljum ólmir halda Matta. Hann fór í frí eftir tímabilið og er að koma til baka úr því. Við höldum því spjalli áfram og reynum að klára það sem allra allra fyrst," sagði Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH.

Matthías hefur verið orðaður við HK, Stjörnuna og Víkinga en FH-ingar eru vongóðir að halda honum.
Davíð: Sameiginleg ákvörðun með Eiði að halda samstarfi ekki áfram
Heimir: Man ekki eftir því að ég hafi lent í þessu áður
Athugasemdir
banner
banner