Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. nóvember 2022 10:53
Elvar Geir Magnússon
HM vonir Calvert-Lewin að engu orðnar
Dominic Calvert-Lewin.
Dominic Calvert-Lewin.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands mun á morgun opinbera landsliðshópinn fyrir HM í Katar. Það er mikil spenna og eftirvænting á Englandi fyrir valinu.

Vonir Dominic Calvert-Lewin um að komast í hópinn eru að engu orðnar en þessi sóknarmaður Everton er enn og aftur kominn á meiðslalistann. Frank Lampard stjóri Everton segir ólíklegt að hann komi við sögu í síðasta leik liðsins fyrir mótið.

Calvert Lewin meiddist í tapi gegn Leicester á laugardag.

Greint hefur verið frá því að Reece James og Ben Chilwell verða ekki í HM hópnum og þá er möguleiki James Justin hjá Leicester væntanlega horfinn en hann meiddist í deildabikarleik í gær.

Fróðlegt verður að sjá hvort Southgate velji Manchester City tvíeykið Kyle Walker og Kalvin Phillips sem báðir hafa verið að glíma við meiðsli. Taldar eru góðar líkur á að þeir verði báðir í hópnum.

Umdeilt er hvort rétt sé að velja miðvörðinn Harry Maguire hjá Manchester United en hann hefur aðeins byrjað einn úrvalsdeildarleik síðan í ágúst. Svo er spurning hvort pláss verði fyrir liðsfélaga hans Marcus Rashford.
Athugasemdir
banner
banner
banner