Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 09. nóvember 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lasse Petry leggur skóna á hilluna - 2020 með Val eitt það besta
Var frábær með Val tímabilið 2020.
Var frábær með Val tímabilið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mjög öflugur miðjumaður.
Mjög öflugur miðjumaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lasse Petry, fyrrum leikmaður Nordsjælland, Lyngby, Vals, HB Köge og FH hefur lagt skóna á hilluna.

Petry er þrítugur Dani sem kom fyrst til Íslands árið 2019 og lék tvö tímabil með Val, seinna tímabilið varð hann Íslandsmeistari með liðinu og valinn í lið ársins. Hann kom svo aftur til Íslands í maí á þessu ári, lék með FH fyrri hluta móts en skipti svo yfir í Val í glugganum. Eftir tímabilið var gefið út að yrði ekki áfram hjá félaginu.

Petry hefur glímt við hnémeiðsli á sínum ferli og eru þau ástæðan fyrir því skórnir eru farnir á hilluna.

„Ég var að labba með dóttur minni sem er eins árs þegar ég meiddi mig í hnénu. Þá áttaði ég mig á því að ég ætti líklega að hætta fljótlega," sagði Petry við bold.dk.

Hann hefur fjórum sinnum þurft að fara í aðgerð á hægra hnénu og auk þess glímt við fleiri meiðsli. „Fótboltinn hefur verið líf mitt, en það er ekkik eins gaman þegar þú finnur fyrir sársauka á hverjum degi og getur ekki farið upp og niður stiga daginn eftir leik. Það eru mikilvægari hlutir í lífinu; ég vil geta leikið mér með börnunum mínum eftir fjögur eða fimm ár."

Petry er stoltur af ferlinum sínum, hann vann gull, silfur og brons í dönsku deildinni, varð bikarmeistari og árið 2020 varð hann Íslandsmeistari með Val. Hann lék með yngri landsliðum Danmörku og spilaði Evrópuleiki.

Árið 2018 var hann nálægt því að ganga í raðir Gautaborgar í Svíþjóð. „Mig dreymdi um að spila erlendis, án þess að tala Ísland niður, þá kom hnéð í veg fyrir að ég tæki skrefið frá Danmörku. Áður en ég fór til Lyngby (2018) þá var ég á leiðinni til Gautaborgar, var búinn að pakka en sænska félagið hætti við á síðustu stundu. Það hefði getað verið gaman en ég er meira en sáttur við þá staði sem ég hef komið á og spilað. Ég hef eignast vini fyrir lífstíð."

Í viðtalinu er Petry spurður hvar hann hefði verið upp á sitt besta. „Ég hef átt góða tíma hjá öllum félögunum sem ég hef spilað með, en tíminn hjá Nordsjælland hefur mestu þýðinguna því ég var þar í tíu ár. Tímabilið 2020 á Íslandi var einnig mjög gott; þar var ég mjög nálægt mínu allra besta, sérstaklega miðað við það sem ég hef gengið í gegnum. Stærstu minningarnar eru titlarnir."

Petry útilokar ekki að hann muni áfam starfa í kringum fótbolta.
Athugasemdir
banner
banner
banner