Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 09. nóvember 2022 10:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mane á leið í myndatöku - Óvissa með HM
Fór meiddur af velli í leiknum í gær.
Fór meiddur af velli í leiknum í gær.
Mynd: EPA
Sadio Mane, stærsta stjarna senegalska landsliðsins, þurfti að fara meiddur af velli í gær þegar lið hans Bayern Munchen lagði Werder Bremen í þýsku Bundesligunni.

Mane settist niður eftir rúmlega fjórtán mínútna leik og fór af velli nokkrum mínútum síðar. Mane gat sjálfur gengið af velli.

Julian Nagelsmann, stjóri Bayern, sagði eftir leik að Mane hefði fengið högg á sköflunginn. Frekari upplýsingar um meiðslin kæmu í ljós eftir myndatöku. Aðstoðarmaður Nagelsmann, Dino Toppmöller, sagði að Mane hefði fengið högg á taug og það væru mjög litlar líkur á því að Mane myndi missa af HM.

Í grein franska miðilsins L'Equipe er þó sagt frá því að Mane verði ekki með Senegal á HM. Það yrði augljóslega mikið högg fyrir liðið. Miðillinn segir frá því að höggið hefði ollið meiðslum sem myndu halda Mane fjarri vellinum næstu vikurnar. Líklegt er að frekari tíðindi munu berast af Mane á næstunni.

Fyrsti leikur Senegal á HM fer fram eftir tólf daga þegar liðið mætir Hollandi.

Mane er markahæsti leimaður í sögu Senegal með 34 landsliðsmörk.
Athugasemdir
banner