sun 09. desember 2018 17:30
Arnar Helgi Magnússon
Alba segir niðurstöðu Ballon d'Or lygi
Mynd: Getty Images
Lionel Messi skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Barcelona á Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Lionel Messi endaði í fimmta sæti í kjörinu á Ballon d'Or, eða Gullknettinum. Er þetta í fyrsta skipti síðan 2006 sem að Messi er ekki í efstu þremur sætunum.

Jordi Alba, liðsfélagi Messi hjá Barcelona er ekki par sáttur við niðurstöðuna og segir hana algjört bull.

„Niðurstaðan í kjörinu er algjör lygi. Það eru margir klúbbar og fjölmiðlaherferðir sem standa á bakvið kjörið, úrslitin verða aldrei rétt."

Alba bætir við að Lionel Messi sé sá besti í bransanum í dag.

„Það vita það allir að Messi er langbesti leikmaður heimsins í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner