Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 09. desember 2018 16:02
Arnar Helgi Magnússon
Ítalía: Empoli hafði betur í botnslagnum
Zapata var með þrennu í dag.
Zapata var með þrennu í dag.
Mynd: Getty Images
Andrea Poli
Andrea Poli
Mynd: Getty Images
Þremur leikjum lauk nú rétt í þessu í ítölsku A-deildinni. Einn leikur var spilaður fyrr í dag þegar Sassuolo og Fiorentina gerðu dramatískt 3-3 jafntefli.

Parma tók á móti Chievo en fyrir leikinn var Chievo með eitt stig, í 20. sæti deildarinnar.

Mariusz Stępiński kom Chievo yfir strax í upphafi síðari hálfleiks. Sú forysta dugði skammt en Bruno Alves jafnaði sex mínútum síðar og þannig urðu lokatölur, 1-1.

Fabio Depaoli, leikmaður Chievo fékk að líta sitt annað gula spjald þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Atlanta heimsótti Udinese og Duván Zapata kom gestunum yfir strax á annari mínútu leiksins. Kevin Lasagna jafnaði tíu mínútum síðar og allt í járnum þegar flautað var til hálfleiks. Zapata var ekki búinn að syngja sitt síðasta en hann bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik og tryggði Atlanta 1-3 sigur.

Það var síðan sannkalaður botnslagur þegar Empoli og Bologna mættust. Francesco Caputo kom Empoli yfir áður en að Andrea Poli jafnaði rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Það var ekki fyrr en á 80. mínútu sem að Antonino La Gumina skoraði sigurmark Empoli og með sigrinum lyftir liðið sér upp úr fallsæti og sendir Bologna þangað.

Empoli 2 - 1 Bologna
1-0 Francesco Caputo ('10 )
1-1 Andrea Poli ('41 )
2-1 Antonio La Gumina ('80 )

Udinese 1 - 3 Atalanta
0-1 Duvan Zapata ('2 )
1-1 Kevin Lasagna ('12 )
1-2 Duvan Zapata ('62 )
1-3 Duvan Zapata ('80 )

Parma 1 - 1 Chievo
0-1 Mariusz Stepinski ('46 )
1-1 Bruno Alves ('53 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner