Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 09. desember 2018 11:00
Arnar Helgi Magnússon
Lögreglan í London rannsakar mögulega kynþáttaníð í garð Sterling
Mynd: Getty Images
Chelsea varð í gærkvöldi fyrsta liðið til þess að leggja Manchester City af velli í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Lokatölur 2-0, David Luiz og N'Golo Kante með mörk Lundúnarliðsins.

Lögreglan í London rannsakar nú meinta kynþáttaníð í garð Raheem Sterling, leikmanns Manchester City á meðan á leiknum stóð í gær. Atvikið átti að hafa gerst þegar Sterling var að sækja boltann fyrir aftan mark Chelsea.

„Við erum með myndbandsupptöku af þessu meinta atviki sem er núna í skoðun hjá okkur. Við munum nú setja af stað rannsókn," segir í tilkynningu frá lögreglunni í London.

Enginn hefur verið handtekinn vegna atviksins en Chelsea hefur gefið það út að félagið taki þessum ásökunum alvarlega og muni bregðast við, reynist þær réttar.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner
banner