Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 09. desember 2018 11:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Luiz segir Man City vera með besta lið Evrópu
Luiz fagnar marki sínu í gær.
Luiz fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Getty Images
David Luiz skoraði annað mark Chelsea í 2-0 sigri á Manchester City í gær en þetta var fyrsta tap City í deildarleik á tímabilinu.

Luiz telur Manchester City vera með besta lið Evrópu í augnablikinu.

„Þetta var frábær leikur, ég held að við höfum verið að spila við besta lið Evrópu í augnablikinu. Þeir eru með frábæra leikmenn og hafa verið að spila mjög vel."

„Við þurftum að berjast mikið fyrir þessu og við nýttum þau færi sem við fengum til að skora. Þetta endaði allt saman vel, það hafa komið nokkur slæm úrslit undanfarið en við náðum að sýna okkar bestu hliðar í dag (gær)," sagði Luiz.
Athugasemdir
banner
banner