Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 09. desember 2018 16:00
Arnar Helgi Magnússon
Marco Silva íhugar að breyta um leikkerfi
Mynd: Getty Images
Marco Silva, þjálfari Everton íhugar nú hvort hann eigi að skipta um leikkerfi og spila í þriggja hafsenta kerfi.

Michael Keane, Yerri Mina og Kurt Zouma hafa allir staðið sig frábærlega á tímabilinu og var Silva spurður út í það á blaðamannafundi hvort að hann myndi ekki vilja spila þeim þremur saman.

„Það er klárlega eitthvað sem ég hef skoðað og get vonandi notfært mér í framtíðinni. Ég er búinn að hugsa þetta." segir Silva.

„Við höfðum ekki tækifæri til þess að æfa þetta kerfi á undirbúningstímabilinu þar sem að leikmenn voru að glíma við meiðsli, Mina var ekki kominn og Williams var á leiðinni burt."

„Ég hef alltaf kunnað vel við að spila með þrjá hafsenta og mér hefur gengið vel með það áður. Maður þarf þó að velja réttu leikina og tímapunktana í þetta."

Everton mætir Watford í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld klukkan 20:00, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner