Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. desember 2018 15:30
Arnar Helgi Magnússon
Sarri sér fyrir sér að spila Hazard aftur sem fremsta manni
Sarri og Eden Hazard.
Sarri og Eden Hazard.
Mynd: Getty Images
Chelsea varð í gær fyrsta liðið til þess að sigra Manchester City í deildinni á tímabilinu.

Eden Hazard var fremsti maður Chelsea á vellinum en hvorki Alvaro Morata eða Olivier Giroud hafa verið að finna taktinn á tímabilinu.

Giroud byrjaði á varamannabekknum á meðan að Morata var utan hóps.

„Hazard var í vandræðum í byrjun leiks en hann átti síðan frábæran síðari hálfleik, hann átti mögulega skilið að skora," sagði Sarri eftir leikinn.

Sarri segir að ákvörðunin að byrja með Hazard sem fremsta mann hafi verið taktísk.

„Mér fannst óþarfi að hafa tvo framherja á bekknum. Við höfum Giroud ef við þurftum að breyta um liðsuppstillingu. Þess vegna valdi ég fleiri miðjumenn í hópinn."

„Ég sé alveg fyrir mér að við munum nota þetta meira í framtíðinni."

Athugasemdir
banner
banner