Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 09. desember 2018 19:41
Elvar Geir Magnússon
Skandall í afganska boltanum - Kynferðislegt ofbeldi
Mynd: Getty Images
Keramuddin Karim, forseti afganska knattspyrnusambandsins, hefur verið settur í bann ásamt fimm öðrum starfsmönnum sambandsins.

Ástæðan er kynferðislegt ofbeldi í garð leikmanna í kvennalandsliði Afganistan.

Karlkyns starfsmenn knattspyrnusambandsins eru sakaðir um að beita landsliðskonur andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Íþróttafataframleiðandinn Hummel sleit samstarfi við sambandið eftir ásakanirnar.

Forsetinn og fleiri eru sakaðir um nauðgun.

Sexmenningunum hefur verið vikið frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir.

„Það er mjög erfitt fyrir fólk sem býr í landinu að tala gegn þessum mönnum. Þetta eru valdamiklir menn. Ef leikmaður hækkar róminn þá getur hann verið myrtur," segir Khalida Popal, fyrrum fyrirliði afganska landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner