Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 09. desember 2018 19:22
Elvar Geir Magnússon
Spánn: Real Madrid slapp með ömurlega frammistöðu gegn botnliðinu
Real Madrid var heppið að fá þrjú stig í dag.
Real Madrid var heppið að fá þrjú stig í dag.
Mynd: Getty Images
Evrópumeistarar Real Madrid unnu mjög tæpan 1-0 útisigur gegn smáliði Huesca í La Liga i dag. Gareth Bale skoraði eina mark leiksins á 8. mínútu með flottri afgreiðslu eftir fullkomna fyrirgjöf frá Alvaro Odriozola.

Huesca er á botni deildarinnar og hefur aðeins unnið einn leik, hann var í fyrstu umferð. Liðið er í fyrsta sinn í deild þeirra bestu.

Huesca fékk nokkur mjög góð færi og með hreinum ólíkindum að liðið náði ekki að skora. Real Madrid vann óverðskuldaðan sigur en liðið náði litlu flæði í sína spilamennsku.

Luka Modric, sem fékk Ballon d'Or gullknöttinn í liðinni viku, hefur ekki sýnt mikið það sem af er tímabili og var tekinn af velli í seinni hálfleik eftir slæma frammistöðu.

Þessi tæpi sigur Madrídinga var þó fjórði sigur liðsins í röð og það er í fjórða sæti. Santiago Solari og hans menn eru að rétta úr kútnum.

Real Valladolid vann Real Sociedad í leik sem var að ljúka. Bæði lið eru um miðja deild.

Huesca 0 - 1 Real Madrid
0-1 Gareth Bale ('8 )

Real Sociedad 1 - 2 Valladolid
0-1 Toni Villa ('16 )
0-2 Antonito ('54 )
1-2 Mikel Oyarzabal ('62 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner