Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. desember 2018 14:10
Elvar Geir Magnússon
„Viljum fá Heimi á stað þar sem við getum fylgst með honum"
Heimir í Katar.
Heimir í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er staddur í Katar en hann er orðaður við þjálfarastarfið hjá Al Arabi.

„Mér finnst þetta aðallega leiðinlegt," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 þegar rætt var um orðróminn.

Gummi Ben tók undir: „Við viljum fá Heimi á stað þar sem við getum fylgst með honum. Helst nær okkur," sagði Guðmundur.

„Ég vona innilega að það sé ekkert til í þessu. Við viljum fá Heimi Hallgrímsson þó væri ekki nema til Skandinavíu. Ég ætla að hafna þessu!"

Tómas bætti við: „Hafa þjálfarar sem hafa á þessum tímapunkti á ferlinum farið til Katar fengið eitthvað alvöru í kjölfarið?"

Al Arabi er í sjötta sæti af tólf liðum í deildinni í Katar.

Sjá einnig:
Smelltu hér til að hlusta á Gumma Ben og stóru fótboltamalin
Athugasemdir
banner
banner