Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 09. desember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Freysteinn Ingi aftur á reynslu hjá Köln
Mynd: Aðsend
Freysteinn Ingi Guðnason, leikmaður Njarðvíkur, var í síðustu viku á reynslu hjá þýska félaginu Köln þar sem hann æfði bæði með U19 og U21 árs liði félagsins.

Freysteinn er 17 ára gamall leikmaður sem spilaði 19 leiki og skoraði 1 mark með Njarðvík í Lengjudeildinni í sumar.

Þá hefur hann verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands en hann á 12 landsleiki og eitt mark.

Þessi efnilegi leikmaður fór í annað sinn á reynslu til Köln á þessu ári, en síðastliðið vor dvaldi hann hjá liðinu í viku.

Köln má ekki kaupa leikmenn á þessu ári þar sem félagið er í félagaskiptabanni en því lýkur 1. janúar og verður þá félaginu frjálst að semja við nýja leikmenn.

Freysteinn er yngsti leikmaður í sögu Njarðvíkur en fyrir tveimur árum bætti hann met Óskars Arnar Haukssonar frá síðustu öld er hann kom inn af bekknum aðeins 14 ára og ellefu mánaða gamall í 6-0 sigri á Ægi.
Athugasemdir
banner