banner
fim 10.jan 2019 13:30
Guđmundur Ađalsteinn Ásgeirsson
Arnór á lista yfir 20 bestu táninga heims
Arnór Sigurđsson.
Arnór Sigurđsson.
Mynd: NordicPhotos
Matthijs De Ligt.
Matthijs De Ligt.
Mynd: NordicPhotos
Arnór Sigurđsson átti frábćrt ár í fyrra og vonandi verđur ţetta ár jafnvel betra hjá ţessum bráđefnilega leikmanni.

Arnór skipti yfir frá Norrköping í Svíţjóđ til CSKA Moskvu í Rússlandi ţar sem hann spilađi í Meistaradeildinni og skorađi gegn stórliđum eins og Roma og Real Madrid.

Hollenski fótboltamiđillinn Voetbal International (VI) tók saman lista yfir 20 efnilegustu unglinga heims. Á listanum eru leikmenn sem eru 19 ára og yngri.

Arnór gerir sér lítiđ fyrir og er í 18. sćti listans, rétt á eftir Reiss Nelson, leikmanni Arsenal sem hefur veriđ ađ slá í gegn á láni hjá Hoffenheim í Ţýskalandi.

„Arnór Sigurđsson var stórkostlegur í Meistaradeildinni í desember. Hann átti stođsendingu og skorađi mark, og átti stóran ţátt í 3-0 útisigri á Real Madrid. Sigurđsson, sem spilađi sinn fyrsta A-landsleik í nóvember, spilađi á síđasta ári međ Norrköping. CSKA greiddi fyrir hann 4 milljónir evra," segir um Arnór.

Í tíunda sćti listans er Vinicius Junior, vonarstjarna Real Madrid. Svo má finna Justin Kluivert, Ryan Sessegnon og Matteo Guendouzi ţar fyrir ofan.

Í ţriđja sćti er Kai Havertz, leikmađur Bayer Leverkusen, og í öđru sćti er Englendingurinn Jadon Sancho, sem spilar međ Borussia Dortmund.

Í efsta sćti listans er varnarmađurinn Matthijs De Ligt, sem spilar fyrir Ajax í Hollandi. De Ligt hefur veriđ sterklega orđađur viđ Barcelona og fleiri stórliđ. Hann er kominn međ fyrirliđabandiđ hjá Ajax ţrátt fyrir ađ vera ađeins 19 ára gamall.

Smelltu hér til ađ sjá listann í heild sinni.

Sjá einnig:
Arnór Sig: Mikilvćgt ađ verđa ekki hrokagikkur
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
banner
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | mán 10. desember 16:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 28. nóvember 14:00
Gylfi Ţór Orrason
Gylfi Ţór Orrason | mán 19. nóvember 17:30
Heiđar Birnir Torleifsson
Heiđar Birnir Torleifsson | fös 16. nóvember 08:00
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | miđ 31. október 17:00
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
No matches