Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 10. janúar 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Emery gefur grænt ljós á að kaupa Carrasco
Yannick Carrisco og Rúnar Már Sigurjónsson í baráttunni á Laugardalsvelli
Yannick Carrisco og Rúnar Már Sigurjónsson í baráttunni á Laugardalsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur gefið grænt ljós á að kaupa belgíska vængmanninn Yannick Carrasco frá Dalian Yifang í Kína.

Carrasco er 25 ára gamall og hefur spilað með Yifang frá árinu 2015 en áður lék hann með Atlético Madrid.

Belginn er afar mikilvægur hjá Yifang og ljóst að kínverska félagið vill ekki sleppa honum fyrir tombóluverð.

Emery hefur þó gefið stjórn Arsenal grænt ljós á að kaupa hann en hann er mikill aðdáandi Carrasco frá því hann spilaði með Atlético.

Carrasco er afar óánægður í Kína og gæti nú verið á leið aftur til Evrópu.

Dmitri Payet, leikmaður Marseille, er þá líklega á leið til Yifang og gæti það hjálpað Arsenal í viðræðum sínum við kínverska félagið.
Athugasemdir
banner
banner