Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 10. janúar 2019 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Frenkie de Jong fer ekki í janúar
Mynd: Getty Images
Hollenska ungstirnið Frenkie de Jong ætlar ekki að yfirgefa Ajax í janúarglugganum þrátt fyrir að stærstu félög Evrópu séu að berjast um hann.

De Jong er 21 árs gamall miðjumaður og þykir einn sá efnilegasti í heimi um þessar mundir. Barcelona, PSG og Manchester City vilja öll fá hann.

„Ég ætla ekki að yfirgefa félagið í vetur. Ég verð 100% hérna út tímabilið hið minnsta," sagði De Jong.

Ajax hefur verið að spila glimrandi vel á tímabilinu og fór taplaust í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að vera í riðli með Bayern München og Benfica. Þá er liðið í harðri toppbaráttu við PSV Eindhoven í hollensku deildinni, þar sem Ajax er aðeins búið að missa af fimm stigum eftir fyrri hluta tímabilsins á meðan PSV er búið að missa af þremur.

Margir leikmenn Ajax hafa vakið athygli á sér utan landsteinanna og vonar De Jong að liðsfélagar sínir taki sömu ákvörðun og hann sjálfur.

„Við erum búnir að eiga frábæra byrjun á tímabilinu og ég veit ekki hvað aðrir í liðinu ætla að gera en ég myndi persónulega kjósa að halda hópnum saman allavega út tímabilið.

„Stemningin í hópnum er frábær og við erum með ótrúlega gæðamikla leikmenn."


Hollenska deildin fer aftur af stað þarnæstu helgi, þá mun Ajax keppa við Heerenveen, fyrrverandi félag Alfreðs Finnbogasonar og Arnórs Smárasonar.
Athugasemdir
banner
banner
banner