fim 10. janúar 2019 10:30
Arnar Helgi Magnússon
„Af hverju ætti Hudson-Odoi að fara til Bayern?"
Mynd: Getty Images
Ungi Englendingurinn í liði Chelsea, Callum Hudson-Odoi er mögulega á leiðinni frá liðinu en þýska risinn Bayern Munchen hefur gert þrjú tilboð í leikmanninn.

Odoi hefur ekki mikinn spiltíma á leiktíðinni en hann hefur þó byrjað síðustu tvo bikarleiki Chelsea.

Marcos Alonso, samherji hans í Chelsea segir Odoi að vera þolinmóðann hjá Chelsea og það sé enginn ástæða til þess að drífa sig eitthvað annað.

„Hann er frábær leikmaður en hann er mjög ungur. Hann þarf að vera þolinmóður og vera hungraður í það að vinna sér sæti í liðinu," segir Alonso.

„Hann hefur allt sem að frábær fótboltamaður þarf að hafa. Nú er þetta í hans höndum að berjast áfram og standa sig vel á æfingum. Þá koma fleiri mínútur."

„Bayern Munchen? Hann er í Chelsea, sem er annað frábært lið. Enska úrvalsdeildin er sennilega besta deild í heimi og ég skil ekki afhverju hann ætti þá að fara til Bayern," sagði Alonso að lokum.
Athugasemdir
banner
banner