Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 10. janúar 2019 21:12
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba nær leiknum gegn Tottenham
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær er búinn að staðfesta að miðjumaðurinn öflugi Paul Pogba verður með í stórleiknum gegn Tottenham á sunnudaginn.

Þessar fregnir eru stuðningsmönnum Manchester United kærkomnar því Pogba missti af bikarleiknum gegn Reading og mætti seint í æfingaferð til Dúbaí vegna meiðsla.

Pogba hefur verið í miklu stuði eftir brottrekstur Jose Mourinho og eru Rauðu djöflarnir búnir að vinna fimm leiki í röð.

Mikið ósætti ríkti á milli Pogba og Mourinho eftir því sem tók að líða á dvöl þeirra saman í Manchester og verður áhugavert að sjá hvernig heimsmeistaranum og liðsfélögum hans gengur í fyrsta stórleiknum undir stjórn Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner
banner