Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. janúar 2019 17:30
Arnar Helgi Magnússon
Robben um Meistardeildina: Liverpool versti drátturinn
Mynd: Getty Images
Arjen Robben segir að Bayern Munchen hafi fengið mögulega versta drátt sem að í boði var í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðið mætir Liverpool.

„Liverpool er að spila frábærlega. Liðið komst auðvitað í úrslitaleikinn á síðasta tímabili og ég held að þeir séu líklegasta liðið til þess að vinna Meistaradeildina í ár," segir Arjen Robben.

Fyrir okkur er þetta versti drátturinn sem að í boði var. Þetta verður frábær áskorun fyrir okkur. Við þurfum að hugsa um okkur, halda áfram að leggja hart að okkur og bæta okkur sem leikmenn."

„Ef við lendum á góðum degi og spilum þann bolta sem að við viljum spila þá er ég viss um að við getum gert þetta erfitt fyrir Liverpool."

Fyrri leikur liðanna fer fram á Anfield þann 19. febrúar en það verður síðan leikið á Allianz Arena þann 13. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner