banner
   fim 10. janúar 2019 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Simeone vildi ekki tala um Morata
Alvaro Morata gæti verið á leið aftur til Spánar
Alvaro Morata gæti verið á leið aftur til Spánar
Mynd: Getty Images
Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid á Spáni, vildi ekki ræða um Alvaro Morata, framherja Chelsea, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Girona í spænska konungsbikarnum í gær.

Morata hefur skorað 9 mörk í 24 leikjum með Chelsea á leiktíðinni en aðeins 5 mörk í deildinni. Hann hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína og er útlit fyrir að hann sé á leið frá félaginu.

Gonzalo Higuain, framherji Milan, er líklega á leið á Stamford Bridge og ýtir það undir þær fregnir að Morata sé á leið burt en hann hefur verið orðaður við Atlético Madrid og Sevilla.

Simeone talaði við blaðamenn eftir leikinn gegn Girona í gær en vildi lítið tjá sig um Morata.

„Ég vil ekki tala um leikmenn sem spila með öðrum liðum, bara þá leikmenn sem spila fyrir mig," sagði Simeone.

„Ég get ekki játað eða neitað neinu því ég sem þjálfari þarf að bíða og sjá hvað félagið gerir. Sumir leikmenn vilja fleiri mínútur og sumir gætu farið frá félaginu og sumir gætu komið. Við þurfum að bíða og sjá hvað gerist fyrir lok gluggans," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner