fim 10. janúar 2019 22:54
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Ekki skrýtið að Pochettino sé orðaður við starfið
Mynd: Getty Images
Manchester United heimsækir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni næsta sunnudag og er mikil eftirvænting fyrir leiknum.

Rauðu djöflarnir virðast vera endurfæddir undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og eru búnir að vinna fimm leiki í röð í öllum keppnum.

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Man Utd að undanförnu og segist Solskjær ekki vera hissa á því.

„Hann hefur staðið sig ótrúlega vel. Það er ástæða fyrir þessum orðrómi, það er ekki skrýtið að hann sé orðaður við starfið," sagði Solskjær á fréttamannafundi.

„En það er ekki í mínum verkahring að tala um aðra stjóra. Öll mín einbeiting fer í mitt eigið lið."
Athugasemdir
banner
banner
banner