Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. janúar 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Ætlar að greiða fyrir hverja vörslu í úrvalsdeildinni um helgina
Mynd: Getty Images
Mat Ryan, markvörður Brighton og ástralska landsliðsins, ætlar að leggja sitt að mörkum í söfnun vegna skógarelda sem eru í heimalandi hans.

27 hafa látið lífið í skógareldunum í Ástralíu og meira en 2000 heimili eru ónýt.

Ryan ætlar að greiða 42 þúsund krónur fyrir hverja markvörslu sem markverðir í ensku úrvalsdeildinni eiga í leikjum helgarinnar.

Að meðaltali er 61 markvarsla í umferð í ensku úrvalsdeildinni sem myndi þýða greiðslur upp á um það bil tvær og hálfa milljón króna.
Athugasemdir
banner
banner
banner