Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 10. janúar 2020 15:56
Magnús Már Einarsson
Ajax og Breiðablik gera samstarfssamning
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Ajax
Breiðablik seldi í dag hinn 15 ára gamla Kristian Nökkva Hlynsson til hollenska stórliðsins Ajax.

Kristian Nökkvi varð síðastliðið hausti yngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila með meistaraflokki Breiðabliks.

Mörg stór félög sýndu áhuga á að fá Kristian í sínar raðir en á endanum varð samkomulag um að hann gangi í raðir Ajax.

Að auki munu Ajax og Breiðablik gera samstarfssamning sín á milli um samstarf á komandi árum.

„Það verður útfært nánar á næstu vikum hvernig samstarfið verður. Þetta snýr að þjálfun, fá þá í heimsókn til okkar og að við getum sent þjálfara út," sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag aðspurður út í samstarfið.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner