Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. janúar 2020 20:29
Brynjar Ingi Erluson
Birkir á leið til Ítalíu - Semur við Genoa
Birkir Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu
Birkir Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er á leið til ítalska félagsins Genoa. Gianluca Di Marzio, einn virtasti blaðamaður Ítalíu, fullyrðir þetta.

Birkir hefur verið án félags í nokkra daga en hann hefur eytt síðustu mánuðum hjá Al Arabi.

Hann var áður á mála hjá Aston Villa en samningur hans við enska félagið rann út síðasta sumar.

Di Marzio greindi frá því í gær að umboðsmaður Birkis væri á Ítalíu að ræða við Genoa og ef viðræður myndu ganga vel myndi Birkir fljúga til Ítalíu og klára málin.

Svo virðist sem umboðsmaðurinn hafi komist að samkomulagi við Genoa og er búist við að Birkir lendi í Genoa í síðasta lagi á morgun og gangi frá samningum.

Birkir hefur áður leikið með Pescara og nágrönnum Genoa í Sampdoria.
Athugasemdir
banner
banner
banner