Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. janúar 2020 12:19
Magnús Már Einarsson
Frederik Schram á reynslu hjá Fremad Amager
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Frederik Schram er á reynslu hjá Fremad Amager í dönsku B-deildinni en umboðsmaður hans Michael Mio Nielsen greinir frá þessu í samtali við bold.dk.

Samningur Frederik hjá SönderjyskE rann út um áramótin og hann leitar nú að nýju félagi.

„Það hafa fleiri spurst fyrir um hann og ég hef trú á að við finnum eitthvað lið fyrir hann," sagði Michael Mio.

Frederik var á láni hjá Lyngby fyrir áramót þar sem hann var varamarkvörður.

Frederik var áður á mála hjá Roskilde en hann var í íslenska landsliðshópnum á HM í Rússlandi árið 2018.

Fremad Amager er í 6. sæti í dönsku B-deildinni en boltinn byrjar að rúlla aftur þar eftir vetrarfrí þann 1. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner