Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. janúar 2020 18:30
Magnús Már Einarsson
Joe Hart á leið til Bandaríkjanna?
Bæ bæ England!
Bæ bæ England!
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Joe Hart mun væntanlega yfirgefa herbúðir Burnley í þessum mánuði en hann er á eftir Nick Pope í röðinni hjá félaginu.

Ferill hins 32 ára gamla Hart hefur legið niður á við undanfarin ár en líklegt er að næsta skref hans verði að spila í MLS deildinni í Bandaríkjunum.

Minnesota United hefur átt í viðræðum við Hart að undanförnu en félagið er í leit að markverði eftir að Vito Mannone, fyrrum markvörður Arsenal, ákvað að róa á önnur mið.

Inter Miami, nýstofnað lið í eigu David Beckham, hefur einnig sýnt Hart áhuga.
Athugasemdir
banner
banner