Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 10. janúar 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Leicester neitar að gefast upp á varnarmanni Juventus
Merih Demiral í baráttunni
Merih Demiral í baráttunni
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester City ætlar ekki að gefast upp á því að reyna að fá Merih Demiral frá Juventus.

Juventus keypti tyrkneska varnarmanninn frá Sassuolo síðasta sumar en hann hefur aðeins spilað sex leiki á tímabilinu til þessa.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur þegar lagt fram tvö tilboð í Demiral en þeim var hafnað.

Fyrra tilboðið hljóðaði upp á 24,5 milljónir punda en síðara upp á 34 milljónir punda.

Leicester ætlar ekki að gefast upp í baráttunni um hann en Rodgers vill mynda saman miðvarðarpar Tyrklands. Caglar Soyuncu hefur verið frábær í vörn Leicester og vill Rodgers sameina krafta þeirra hjá enska félaginu.

Everton og Manchester City hafa einnig áhuga en félögin hafa þó ekki enn lagt fram tilboð í leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner